Ást
© 2008 Inga Birna Jónsdóttir
Heldur vil ég halda áfram
að syndga og þjást
en leggjast í grasgræna lautu,
hvorugkyns í hvítum náttkjól
og eiga engar óskir.
Heldur vil ég halda áfram
að vera og sjást
en svífa gagnsæ í lausu lofti,
engill með vængi
og full vit af blómaþef.
Heldur vil ég halda áfram
að kíta og kljást
en að sofa á rósrauðu skýi
og halda í kalda hönd.
Ég vil blóð,
ég vil eld,
ég vil ást,
sem er gefin,
stolin,
eða seld.