Blóm
© 2008 Inga Birna Jónsdóttir
Mildur skín vorhiminn
á þína leið,
gatan framundan er bein og greið.
Það er vegur vitundar um betri tíð.
Veturinn er liðinn og vonin blíð
skín yfir dal og tún og fjallabrún.
Það vex blóm í glugganum þínum,
ástin mín.