Dægurlag
© 2008 Inga Birna Jónsdóttir
Það er bjartur sumarlogi í augum þér.
Eins og þaninn ástarbogi, sál mín er.
Ég vildi vera morgunsólin,
eða bara litli spóinn, sem syngur,
þegar vaknar þú.
Sumarloginn sálu mína vermir nú.
Vaknar allt, sem vaknað getur,
vakna þú.
Fyrr en varir sólin sest
og þá ert þú draumur fagur,
ekki annað,
vakna nú.
Vertu, meðan eldur brennur,
Bíddu ei, því tækifærið burtu rennur,
segðu ei nei.
Ég vildi vera morgunsólin,
eða bara litli spóinn, sem syngur,
þegar vaknar þú.