Dagmar Ólafsdóttir

Til minningar um móður mína
Dagmar Ólafsdóttur
d.10.10.1987

Þínar hendur
voru lífs míns fyrsta snerting,
saumuðu minn hlýja næturserk.
Hendur þínar héldu okkur uppi,
unnu lífsins nauðsynlegu verk.

Oft á tíðum vannstu allt of mikið,
varst kærleiksrík
og
ég hélt þú værir sterk.
Okkur fannst það sjálfsagt,
skildum ekki,
að heilsan var á þrotum,
hjartað þreytt.

Núna ertu búin að kasta hamnum,
hendur þínar hvíla í djúpri ró.
Við,
sem eftir stöndum,
þökkum þér og vitum, að nú,
er þú ert farin
er allt breytt.