Draumur
© 2008 Inga Birna Jónsdóttir
Það er gaman að sofa á næturnar
og vera höggmynd,
sem rís upp úr jörðinni
með hvíta feita fingur
spennta inn í himininn,
klukka án vísa,
fallos og rós,
sem verða eitt.
Það er fjör í bænum á næturnar,
leigurbíll ekur upp bankastræti,
stigi nær upp í himnaríki,
rauðvínsglas í hönd minni,
en ég get ekki drukkið,
því barmurinn er brotinn.
Það er dansað dátt
í samkomuhúsinu,
meðan ljósin slökkna
og fólkið gengur
inn og út um gluggana.
Það er gaman að sofa á næturnar
og geta og mega allt.