Forboðin Ást

Það er sem um mig fari eldur,
ég veit ei hvað það er,sem veldur
og allt af öllu vil ég heldur,
en gangast undir þetta vald.
Er það vegna guðaveiga
í æðum mínum, að ég teyga,
ástardrykkinn mjúka, milda,
eins og barn á björtum degi.
Gef mér svalan drykk að slökkva,
lát mig hrökkva, eða stökkva,
núna duga engir klækir.
Æ, mitt auma sálartetur,
gættu að þínum ferðum betur,
eftir sumar kemur vetur.
Þunglyndi nú á mig sækir.
Væri ég fuglinn frjáls að hnita,
hringi yfir þínum ranni,
mundi ég engum svo með sanni
unnað geta meir nér lengur.
En svo er tilveran hörð og bitur,
að þú hjá annarri heima situr
og þótt þú sért bæði stór og vitur,
þá veistu ekkert um eldinn þann.
Þú veist ekki, að bálið, sem logar glatt,
kviknaði af neista og geistist hratt
og allt var að ekta og allt var það satt,
sem áttum við saman stutta stund.
En mikið er hugurinn fljótur í ferðum,
við skilja munum og skilja verðum,
þá þungu fargi er þér létt af herðum.
Gangi þér allt sem best hér í heimi,
myndina af þér æ ég geymi.