Himbriminn

Himbriminn hnitar hring
yfir húsinu mínu
og hlær.
Hann gerir þetta
á hverju kvöldi
bæði nú og í gær.
Hvað hann vill
veit ég ei,
en ég finn,
að hvert sinn,
er ég geng út í skóginn
um nótt
er honum ei rótt.

Þá er þögn yfir öllu
og birkið í brekkunum kúrir.
En, þegar ég geng niður stíginn
og heim
heyrist þytur í lofti
og himbriminn hlær.