Kvöl
© 2008 Inga Birna Jónsdóttir
Í hjarta mínu býr djúp og sár kvöl.
Ég hef kveikt ljósin í stofunni minni,
gefið börnunum mínum að borða.
Þau sofa í hlýjunni.
Andlit þeirra eins og glansmyndin
af Jesú.
Í hjarta mínu býr djúp og sár kvöl.
Á skjánum er í kvöld
mynd af öðrum börnum.
Máttvana liggja þau í myrkri,
sum ganga á rygugum vegi,
andlitin ötuð tárum og leir,
feður þeirra drepnir í styrjöld
hins volduga manns.
mæðrum þeirra nauðgað til dauða
af þrælum hans.