Listamannakráin
© 2008 Inga Birna Jónsdóttir
Í erlendri borg blikar nafn þitt
á bláhvítu gleri.
Í regnvotri götunni speglast
þitt fölbláa skin.
Þarna inni er svo margt,
sem hugurinn girnist að sinni.
Þarna inni er þó margt,
sem neðst er á dagskrá minni.
Þarna á ég þó vin,
sem ég veit, að hugsar oft til mín,
er fótatak stansar við dyrnar um stund
og bjarminn frá skiltinu lýsir upp andlit,
sem ekki er mitt,
heldur ókunnugt andlit í erlendri borg
undir blikinu af Bar de l´artistes.