Móðir
© 2008 Inga Birna Jónsdóttir
Suðrið í augum þér,
Norðrið hár þitt,
Morgunnroðinn kinnar þínar,
Rödd þín hvísl kvöldsólar,
Skin hörundsins stjörnuljósabogi,
Söngur þinn mjúkur,
Fas þitt milt,
Styrkur þinn náttúruafl.
Þegar kvöldar,
Og snjórinn þyrlast,
situr þú við gluggann
og biður um
enn eitt dagsverk.