OG

Þeir, sem ráða fundu sér óvin
í hvor öðrum.
Grái huldufólksfjöldinn sagði:
“Eigum við að tala um eitthvað annað?”
OG
Ástin kemur skilorðsbundin,
þegar þú heldur,
að hún hafi gleymt þér.
OG
Þú, sem ert klassi,
ferð niður í djúpið til fólksins
og verður allt.
OG
Garðurinn er
kynlíf náttúrunnar
OG
Vatnið er ég.
Grænn litur er ég og þú.
OG
Þegar ég er heiladauð,
tekur hann hjartað úr mér
og setur það í karlmann.
OG
Konan er blóm.
Sum blóm loka sér á kvöldin.
OG
Þú,
sem ert fátækur í anda,
verður reiður,
af því að
þú
hefur ekkert að gefa.
OG
Nemendur þínir
eru verkstæði þitt.
Nemendur þínir
eru hráefni þitt.
Nemendur þínir
eru þú.
OG
“Hlutlaus,”
sagðir þú.
Ég beið.
“Hlutlaus,”
sagðir þú aftur.
Þú vildir ekki.
OG
Við verðum gamlar,
eins og bækur á safni..