Rím
© 2008 Inga Birna Jónsdóttir
Borgin mín er furðufín,
fegurð sú ei gleymist,
háhýsanna yfirsýn
í hjarta mínu geymist.
Úr glugganum mínum get ég séð,
götur allra átta,
hjá tunglsljósinu fæ ég léð
birtu til að hátta.
Öskju fína færðu hér,
farðu vel með hana,
töfragripur trúlega er,
tryggir gimsteinana.
Ef aðeins ég mætti gefa
allt er ég gefa kann,
yrði ég glaðasti gjafari heims
og gæfi þér perlu er ég fann.