Sálmur

SÁLMUR
eftir föður minn
JÓN BJARNASON
d. 10.9.1988

Æ Drottinn, veittu miskunn mér.
Mitt hjarta kvöl og ótti sker.
Mér gleymdist oft að þóknast þér
og þjóna rétt sem bæri.

Ég vona þó, að Jesús frið mér færi.

Það er míns hjarta heitust þrá,
að heilagan Guð ég fái að sjá,
við hinsta beð mér búi hjá
og blessun veiti sína.

Og yfir mér látnum ljós hans megi skína.