Töðugjöld
© 2008 Inga Birna Jónsdóttir
Við etum öðufisk
á töðugjöldum
með hey í hlöðu.
Kitlar strá eyrnaflipa
og hvísl berst
meðan dans dunar.
Sæt svefnvíma
meðan grasið syngur,
fíflavín jurtaseiður
og jörðin leggst til hvílu.